Monday, December 22, 2008

Djammið

Þá er maður búin að vera heima í nokkra daga og hafa það rosa gott, alveg eins og jólafrí eiga að vera. Ég fór í matarboð á laugardaginn, rosa góður matur og rosa góður félagsskapur, það sem ég sakna mest frá Íslandi eru fjölskyldan og vinirnir, það sem ég sakna minnst er djammið hérna og allt sem því fylgir. Miðað við hvað maður hefur djammað mikið ætti maður að sakna þess kannski pínu, en ó nei að fara niðrí bæ og fara á þessa bari er eins og að stíga inn í fortíðina og þar ætti þetta bara að vera... Þannig ég býst ekki við að fara á "djammið" aftur, heimahús eru fín en bærinn er bara glataður frá A til Ö, maður missir ekki af neinu, enda breytist ekki neitt. Það tók mig kannski smá tíma að fatta það, en vá ég hef fengið þá tusku í andlitið í hvert skipti sem ég hef komið heim í frí, no more. Annars eru bara meiri rólegheit framundan, ég á enn eftir að hitta nokkra vini og svona, læra smá, borða yfir mig og sofa út...
Þangað til síðar Arna

2 comments:

Laufey said...

vá sammála,svo glaaaatað þetta djamm niðrí bæ.plús 1000 kall bjórinn bætir ekki úr skák.eftir tæplega 10 ár í þessu sama gamla,kannski ekki furða að mar er orðin þreyttur á þessu

Jonina de la Rosa said...

hei heimahúsabröllt rúlar !! ekkert skemmtilegra en að þamba vín í stofunni hjá góðum vini.

takk fyrir seinast!