Tuesday, February 24, 2009

Bjúrókratík

Ef það er eitthvað sem ég hata í þessum heimi þá er það bjúrókratík, tryggingar, lán, vextir, ríkisborgararéttur, dvalarleyfi... skil ekki, og vil ekki skilja. Enda fallast mér hendur þegar ég heyri fólk tala um íbúðarkaup, glætan að ég nenni að standa í því einhverntíman. Það er ekki að ástæðulausu að ég hata þetta allt saman, ég er óheppnasta manneskja sem ég þekki í sambandi við bjúrókratík, ef það er eitthvað sem getur farið úrskeyðis þá gerist það hjá mér. Ég hef 2 sinnum ekki fengið laun vegna þess að einhver launafulltrúi týndi einhverju blaði, eða gleymdi að stimpla eitthvað annað, og í bæði skiptin hefur þessi tími verið sá ALversti hugsanlegi tíminn til að fá ekki laun, í fyrra skiptið var það fyrsta sumarútbogunin eftir visa flipp í útlöndum, upphrannaðir reikningar sem þurfti að borga, og í seinna skiptið var það spurning um að komast heim í jólafrí. Ég þurfti að komast til læknis í Finnlandi og þó svo að vera búin að búa hérna í 8 mánuði, með finnska kennitölu og vinna og borga skatt þá fannst ég hvergi í tölvukerfinu þegar ég ætlaði að panta mér tíma, og systemið hérna er, ef þú ert ekki í tölvunni þá ertu ekki til. Þetta varð til þess að ég þurfti að fara og fá "permanent residence" hérna til að komast til læknis, af því fólkið hérna sem ég talaði við, sem voru þó nokkrir vissu ekkert um samnorrænu reglurnar sem ég þurfti að lesa mér til um. Sesagt 2 mánuðum fyrir áætlaða heimför (for good) þá fékk ég perminent residence, EN það var ekki nóg ég var ekki enn í helvítis tölvunni, á endanum gat ég ekki beðið lengur og þurfti að hringja í íslenska sendiráðið og þau gátu reddað þessu fyrir mig, það er nú meira helvítis málið að komast til læknis. EN þetta vesen allt saman kom sér samt vel þegar ég ákvað svo að flytja hingað aftur... Núna er ég nemi og finnska kerfið er mjög svo gott fyrir nema, allt gengur smooth fyrir sig, nema hvað að ég fékk bréf frá LÍN um daginn, þeir höfðu fengið vitneskju um að ég væri að fá það sem kallast ríkisnámsstyrkur frá finnska ríkinu, eitthvað sem allir háskólanemar hérna fá, útaf því þurfti ég að segja upp LÍN og gjöra svo vel að borga heimildina mína frá síðustu önn, því þeir ætla ekki að borga mér út lánið, týpískt! Þannig ég fór og sótti um finnskt námslán, tekur vanalega 2 vikur en í mínu tilfelli tók það mánuð, ég fékk loksins bréf frá ríkinu sem segir að ég eigi rétt á láni, næsta sem maður gerir er að maður sækir um að fá lánið hjá bankanum sínum, fer í netbankann ýtir á einn takka, easy peasy og maður fær peningana næsta dag. Ekki ég, ég er búin að bíða núna í nokkra daga, með 20 evrur í vasanum, ég þarf að fá þessa peninga ekki seinna en strax, þannig ég fer í bankan minn og spyr hvað sé í gangi, þau geta ekki svarað mér þar, ég þarf að fara í annan banka, svipað og ég færi í banka niðrí bæ og þau gætu ekki séð neitt í tölvunni sinni af því það er bilun í kerfinu (en ekki hvað!) þannig þau senda mig upp í efra breiðholt, þar bíð ég í hálftíma til þess eins að heyra að bréfið frá ríkinu sem ætti að vera komið í bankan, til sönnunar að ég eigi rétt á láni, er ekki þar. Konan segir við mig "It should be here along time ago, this never happens, it usually only takes one day" Jú þetta gerist fyrir mig, ALLTAF og ég fokkings hata það. Þannig núna veit ég ekki neitt, ég er með nafnspjald frá konunni í bankanum og ég á að hringja í hana ef ég verð óþreyjufull, dáldið erfitt þar sem inneignin mín er 0.03 evrur. Þannig ég verð bara að bíða og til að toppa allt saman þá er Lovísa í heimsókn ákkúrat núna... BESTA tímasetningin fyrir bjúrókratík fokk up. TÝPÍSKT
Arna
P.s ég er þó heppin með það að hafa haft góða íslenska þónustufulltrúa í bankanum, sem betur fer er smá vonarglæta

Friday, February 13, 2009

Föstudagurinn 13 og ótrúleg kona


Ég var að horfa á video sem Bjössi vinur minn setti á myspace og djöfull er það krípí, sérstaklega í ljósi þess að ég var að komast því að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni minni áður en herbergisfélagar mínir fluttu inn dó í tsunami um jólin 2006, rosa sorglegt allt saman, maður, kona og 2 ung börn, kannski þau séu draugar hérna? Það er víst háaloft hérna sem ég hef aldrei séð, en hlutir sem þessi fjölskylda átti eru enn þar uppi, og enginn hefur komið til að sækja þá. Annars er rosa góður andi í þessari íbúð og ég hef aldrei verið hrædd í henni og helgina sem ég flutti inn var ég ein heima en það angraði mig ekkert, annað er hægt að segja um Óðinsgötuna... þrátt fyrir að hafa 4 herbergi útaf fyrir okkur þá sváfum við Laufey í sama herberginu allar nætur og enginn gat verið einn heima þar. Svo komst ég að því í skólanum í dag að einn af samnemendum mínum er týndur, það veit enginn hvar hann er, við í bekknum höfum ekki séð hann síðan í myndatökunni sem var í byrjun annar og við héldum öll að hann væri svona upptekinn með rannsóknarhópnum sínum að hann hefði ekki tíma til að mæta í skólan, svo frétti ég það í dag að rannsóknarhópurinn veit ekkert hvar hann er, hann hefur ekki sést þar í lengri tíma og hann svarar ekki símtölum né e-meilum, mjög undarlegt þar sem prófessorinn sem er yfir rannsóknarhópnum barðist fyrir því að fá hann inn í prógrammið eindregið til þess að fá hann á rannsóknarstofuna sína, svo bara beilar hann og enginn veit neitt. Ég vissi að það væri eitthvað dubious við þennan gæja, þetta er 22 rússneski strákurinn með teinana sem þykist reykja. Ég er nú þegar komin með allskonar kenningar en ég ætla ekki að fara nánar út í þær hérna, hann hlýtur að koma í leitirnar. Annars er ég búin að vera í kúrs sem heitir developmental neuroscience og heyrði þar af ANSI merkilegri konu. Hún heitir Rita-Levi Montalcini og er 100 ára á árinu en er enn að vinna að vísindum og kennarinn okkar hitti hana á ráðstefnu í Róm um síðustu helgi þar sem hún var að kynna veggspjald með niðurstöðum sínum og hún er enn að leiðbeina nemum með rannsóknarverkefni. Þessi merka kona fékk nóbelsverðlaun í læknavísindum árið 1986 fyrir rannsóknir sínar sem hún framkvæmdi meðal annars í svefnherberginu sínu og eldhúsi þar sem hún er gyðingur og kona og mátti því ekki stunda læknavísindi á Ítalíu í seinni heimstyrjöldinni. Auk þess að vera vísindamaður þá situr hún á þingi og í fyrra var hún sá þingmaður sem var minnst frá þingstörfum, 99 ára gömul... Ótrúlegt.
Bekkurinn hennar þegar hún lærði læknisfræðinni var heldur ekkert slor, auk hennar hafa 2 aðrir hlotið nóbelinn 3 nóbelsverðlaunahafar í sama bekknum, það er svakalegt. Af hverju hefur maður aldrei heyrt á hana minnst fyrr??? Ég ætla að reyna að finna ævisöguna ASAP
Ég mæli með þessari síðu ef þið viljið fræðast nánar um þessa merkilegu konu.
http://beckerexhibits.wustl.edu/mowihsp/bios/levi_montalcini.htm
(P.s myndin efst er af henni, svöl kona!)

Góða helgi allir saman
Arna

Monday, February 9, 2009

Byttur

Ég fór í skólan í dag og eins og svo oft áður þá var metróið fullt af unglingum sem voru hrækjandi útum allt og með endalaus læti, af hverju eru unglingar svona athyglissjúkir? Þeir reyna eins og þeir geta að vera áberandi, klæða sig asnalega, tala hátt og mikið og oftast um eitthvað sem þeir halda að sé rosa sjokkerandi... Svo ef maður horfir á þá oftast af pirringi og undrun (yfir því hvað þeir eru dilusional) þá gefa þeir manni svona "hva erta glápa" look, er það ekki það sem þeir vilja að sem flestir glápi á þá? Haldiði þá kjafti bara einu sinni! Anyway unglingar eru ekki þeir einu sem hrækja, ég sé róna oft hrækja og það er eitt það ógeðslegasta sem ég sé, druslulegan rónakall spýta útúr sér horhráka, ojjjj ég sá þannig í dag, nema hvað hann hrækti og ældi svo smá líka, allur skjálfandi og grár og þegar ég sá framan í hann sá ég að hann var tannlaus líka, svo engdist hann um hrækjandi/ælandi eða hvað það var sem hann var að gera, sorglegt. Þá rann það upp fyrir mér að í hvert einasta sinn sem ég fer í metró, strætó, sporvagn þá finn ég alltaf svona þynnku spritt lykt, það bregst ekki, skiptir ekki hvaða dagur það er eða klukkan hvað. Oftar en ekki rek ég svo lyktina til einhverrar konu í pels eða eitthvað, laumufyllibyttu, ég held að það sé fáránlega mikið af þeim hérna. Ég var hætt að taka eftir þessu en svo þegar ég sá mannin í dag þá rann þetta upp fyrir mér. Rosalegt hvað fólk getur verið illa farið af þessari drykkju, ég verð alltaf jafn sjokkeruð þegar ég sé manneskju sem er örkumluð fyrir lífstíð af ofdrykkju... Virðist ekki eldast af mér

Friday, February 6, 2009

06.02.09


Mikil rólegheit í gangi hér. Ég smellti þessum myndum af útum gluggan hjá mér rétt í þessu, það er eitthvað svo mikil ró í loftinu að ég varð bara að gera það... Anyway ég er búin að vera að glugga í nýja VICE í dag, þar er viðtal við japanska mannætu og sá maður er einn sá geðveikasti sem ég hef vitað um, jesús minn hvað maðurinn er snarklikkaður OG hann er ekki í meðferð eða fangelsi, þrátt fyrir að hafa drepið eina konu og étið megnið af henni, nei hann gengur um metróin í Japan og starir á konur sem hann vill éta, já svo drekkur hann líka piss og slef, og vildi helst af öllu vera drekkt í konuslefi... Þið verðið bara að lesa þetta til að fá alla söguna. Af hverju étur hann bara ekki sjálfan sig og gerir öllum greiða?
Arna

P.s hann heitir Issei Sagawa ef þið viljið gúggla