Monday, February 9, 2009

Byttur

Ég fór í skólan í dag og eins og svo oft áður þá var metróið fullt af unglingum sem voru hrækjandi útum allt og með endalaus læti, af hverju eru unglingar svona athyglissjúkir? Þeir reyna eins og þeir geta að vera áberandi, klæða sig asnalega, tala hátt og mikið og oftast um eitthvað sem þeir halda að sé rosa sjokkerandi... Svo ef maður horfir á þá oftast af pirringi og undrun (yfir því hvað þeir eru dilusional) þá gefa þeir manni svona "hva erta glápa" look, er það ekki það sem þeir vilja að sem flestir glápi á þá? Haldiði þá kjafti bara einu sinni! Anyway unglingar eru ekki þeir einu sem hrækja, ég sé róna oft hrækja og það er eitt það ógeðslegasta sem ég sé, druslulegan rónakall spýta útúr sér horhráka, ojjjj ég sá þannig í dag, nema hvað hann hrækti og ældi svo smá líka, allur skjálfandi og grár og þegar ég sá framan í hann sá ég að hann var tannlaus líka, svo engdist hann um hrækjandi/ælandi eða hvað það var sem hann var að gera, sorglegt. Þá rann það upp fyrir mér að í hvert einasta sinn sem ég fer í metró, strætó, sporvagn þá finn ég alltaf svona þynnku spritt lykt, það bregst ekki, skiptir ekki hvaða dagur það er eða klukkan hvað. Oftar en ekki rek ég svo lyktina til einhverrar konu í pels eða eitthvað, laumufyllibyttu, ég held að það sé fáránlega mikið af þeim hérna. Ég var hætt að taka eftir þessu en svo þegar ég sá mannin í dag þá rann þetta upp fyrir mér. Rosalegt hvað fólk getur verið illa farið af þessari drykkju, ég verð alltaf jafn sjokkeruð þegar ég sé manneskju sem er örkumluð fyrir lífstíð af ofdrykkju... Virðist ekki eldast af mér

3 comments:

Anonymous said...

ó men arna...hér eru úllingar í þúsundasta veldi, sem öskra svo hátt að ég heyri allt sem þau segja með heyrnatól og 10 tonna lest í gangi. Og hér er ekki nóg með að þau gefi manni hvarta glápa look heldur berja þau mann og annann. jiminn og allir með ipod snúrur hangandi í eyrunum 18 ára úllíngsmæður með 3 smákrakka og ip3 spilara því þær nenna ekki að hlusta á krakkana sem þær eru búnar að unga út.
E.s í Singapúr er bambus stungið undir neglurnar á þér ef þú hrækir á götuna, það eða þú ert hýddur. það er enginn hráki í Singapoor...og já ég veit róleg á langa kommentinu sorrí stína

Hanna

Anonymous said...

já það er mikið af fyllyttum þarna í finnlandi,svona mjööög illa farið fólk af drykkju.hef ekki séð það svona mikið annars staðar.
laufey

Jonina de la Rosa said...

ég hata líka unglinga !!! mér finnst að unglingar eiga ekki að fá að hafa samskipti, þau espa kvort annað upp og láta svo eins og hópur af útúrspíttuðum górillu öpum... senda þetta lið í sveit þangað til það verður 22 ára