Friday, February 13, 2009

Föstudagurinn 13 og ótrúleg kona


Ég var að horfa á video sem Bjössi vinur minn setti á myspace og djöfull er það krípí, sérstaklega í ljósi þess að ég var að komast því að fjölskyldan sem bjó í íbúðinni minni áður en herbergisfélagar mínir fluttu inn dó í tsunami um jólin 2006, rosa sorglegt allt saman, maður, kona og 2 ung börn, kannski þau séu draugar hérna? Það er víst háaloft hérna sem ég hef aldrei séð, en hlutir sem þessi fjölskylda átti eru enn þar uppi, og enginn hefur komið til að sækja þá. Annars er rosa góður andi í þessari íbúð og ég hef aldrei verið hrædd í henni og helgina sem ég flutti inn var ég ein heima en það angraði mig ekkert, annað er hægt að segja um Óðinsgötuna... þrátt fyrir að hafa 4 herbergi útaf fyrir okkur þá sváfum við Laufey í sama herberginu allar nætur og enginn gat verið einn heima þar. Svo komst ég að því í skólanum í dag að einn af samnemendum mínum er týndur, það veit enginn hvar hann er, við í bekknum höfum ekki séð hann síðan í myndatökunni sem var í byrjun annar og við héldum öll að hann væri svona upptekinn með rannsóknarhópnum sínum að hann hefði ekki tíma til að mæta í skólan, svo frétti ég það í dag að rannsóknarhópurinn veit ekkert hvar hann er, hann hefur ekki sést þar í lengri tíma og hann svarar ekki símtölum né e-meilum, mjög undarlegt þar sem prófessorinn sem er yfir rannsóknarhópnum barðist fyrir því að fá hann inn í prógrammið eindregið til þess að fá hann á rannsóknarstofuna sína, svo bara beilar hann og enginn veit neitt. Ég vissi að það væri eitthvað dubious við þennan gæja, þetta er 22 rússneski strákurinn með teinana sem þykist reykja. Ég er nú þegar komin með allskonar kenningar en ég ætla ekki að fara nánar út í þær hérna, hann hlýtur að koma í leitirnar. Annars er ég búin að vera í kúrs sem heitir developmental neuroscience og heyrði þar af ANSI merkilegri konu. Hún heitir Rita-Levi Montalcini og er 100 ára á árinu en er enn að vinna að vísindum og kennarinn okkar hitti hana á ráðstefnu í Róm um síðustu helgi þar sem hún var að kynna veggspjald með niðurstöðum sínum og hún er enn að leiðbeina nemum með rannsóknarverkefni. Þessi merka kona fékk nóbelsverðlaun í læknavísindum árið 1986 fyrir rannsóknir sínar sem hún framkvæmdi meðal annars í svefnherberginu sínu og eldhúsi þar sem hún er gyðingur og kona og mátti því ekki stunda læknavísindi á Ítalíu í seinni heimstyrjöldinni. Auk þess að vera vísindamaður þá situr hún á þingi og í fyrra var hún sá þingmaður sem var minnst frá þingstörfum, 99 ára gömul... Ótrúlegt.
Bekkurinn hennar þegar hún lærði læknisfræðinni var heldur ekkert slor, auk hennar hafa 2 aðrir hlotið nóbelinn 3 nóbelsverðlaunahafar í sama bekknum, það er svakalegt. Af hverju hefur maður aldrei heyrt á hana minnst fyrr??? Ég ætla að reyna að finna ævisöguna ASAP
Ég mæli með þessari síðu ef þið viljið fræðast nánar um þessa merkilegu konu.
http://beckerexhibits.wustl.edu/mowihsp/bios/levi_montalcini.htm
(P.s myndin efst er af henni, svöl kona!)

Góða helgi allir saman
Arna

2 comments:

Bobby Breidholt said...

Góða helgi. Skál.

Jonina de la Rosa said...

vá mér finnst þessi vísindakona ekkert smá merkilega !!! ég vona ég nái bara hennar hressleika þegar ég kemst yfir 50 ára.

góða helgi arna !!