Tuesday, September 29, 2009

"Tervetuloa taas"

Komin aftur til Helsinki, búin að vera mánuð núna og er að fara að flytja í annað sinn núna um mánaðarmótin. Ég varð að láta mér nægja stúdentaíbúð útí rassgati en metróin fer þangað þannig það reddast, hlakka til að þurfa ekki að pæla meir í flutningum í bili. Skólinn byrjaður á fullu og proffarnir sem ég er með í bekk eru búnir að vera að hamast við ritgerðarskrif í allt sumar og 3 af 5 ætla sér að útskrifast núna um jólin þrátt fyrir að fyrirhuguð útskrift sé ekki fyrr en í júlí á næsta ári. Ég og Nepalinn ætlum bara að taka því rólega þannig lagað séð og reyna að útskrifast á réttum tíma. Annars er þetta farið að minna dáldið á sápuóperu hérna úti. Rússinn sem hvarf og lét engan vita hvers vegna né hvert poppaði upp núna 7 mánuðum seinna eins og ekkert hafði í skorist og ætlar víst að senda okkur öllum bréf af hverju hann hvarf og hvað hann er búin að vera að gera, spennó... Egyptin er víst eitthvað að bralla því pabbi hans hringdi í Rússan frá Kúveit með áhyggjur af syni sínum, Rússinn vissi náttlega ekki neitt enda er hann nýkomin aftur þannig það fór af stað keðja að finna út hvort allt væri í lagi með Egyptan, það reyndist vera, en samt undarlegt, þeir eru allir stórskrítnir, ég held að ég og Nepalin séum eina fólkið með viti hérna. Það eru flestir eitthvað dubious, ég get ekki áttað mig á neinum nema Nepalanum en hann hefur gefið ýmislegt í skyn um að þar leynist mörg leyndarmál líka... Samt mjög gaman að pæla í þessu, ekkert gaman af straight fólki. Meira seinna, farin að sofa
Arna