Monday, January 26, 2009

Meritullinkatu


Ég elska þennan stað sem ég bý á. Ég er strax farin að kvíða því að þurfa að flytja út í júní. Fyndið hvernig hlutirnir gerast, ég var búin að vera að leita af íbúð í 3 mánuði, búin að skoða margar og ég man að íbúðin sem ég skoðaði áður en ég skoðaði þessa var eins herbergja íbúð sem indverskur strákur var að leigja af einhverjum læknanema. Ég sá auglýsingu og hringdi, mér brá þegar karlmaður svaraði í síman enda hélt ég að nafnið í auglýsingunni væri kvenmannsnafn, en allavegana ég vildi ekki vera dónleg og bakka með allt saman þannig ég endaði á því að fara og skoða íbúðina eða herbergið réttara sagt. Rosa næs strákur og allt það en no way að ég ætli að fara að búa í stofunni hjá einhverjum gaur sem ég þekki ekki neitt, ég var strax farin að ímynda mér allskyns vesen og vandræði. EN allavegana þegar ég kom hingað og hitti stelpurnar sem ég leigi með þá vissi ég að ég myndi flytja hingað, fyndið þegar maður finnur svona á sér, ég skoðaði aðra íbúð deginum á eftir og eins og ég vissi að ég myndi fá þessa þá vissi ég líka að ég myndi ekki fá þá íbúð. Og það stóðst. Ég gæti ekki verið heppnari, þarf ekki að fara útúr íbúðinni til að þvo þvott eða fara í sauna, og það er stór plús. Annars er skólinn byrjaður og ég hitti bekkinn minn um daginn, það var einhver myndataka, og ég sé eftir því núna að hafa talað illa um tvo af strákunum, þeir eru allavegana allir að koma til og eru farnir að spjalla, kannski hafa þeir bara verið stressaðir eða eitthvað. Ég ætla að reyna að hafa partý fljótlega, reyna að kynnast þeim betur. Annars eru 3 próf framundan og þá getur maður loksins sagt bless við 2008... Held að það sé ágætt bara.
P.S ég er með svefnsófa, þannig ef einhverjum vantar gistingu í Helsinki þá er það velkomið
Sjáumst Arna

Tuesday, January 13, 2009

Að heiman um jólin 2008





Heima um jólin 2008





Minningar

Þá er ég komin aftur til Helsinki, einhverra hluta vegna þá er ég miklu rólegri hérna heldur en heima. Það var samt frábært að koma heim í frí og hitta alla frábæru vini mína og fjölskyldu, en daglegt líf hérna úti á betur við mig, allavegana eins og er. Fyndið ég fór og hitti vin minn áðan og hann sagði mér að hann hafi keypt sér Hank Williams plötu um daginn og hann þyrfti endilega að fara að kaupa sér fleiri plötur með honum. Ég man þegar ég kynntist þessum strák þá fýlaði hann ekki kántrý, en hefur frelsast til þess svo um munar uppá síðkastið. Ég man að ég var að spila fyrir hann Willie og Waylon og eitthvað og hann meikaði ekki neitt, en ég held að maður sé virkilega farin að fýla kántrý þegar maður fýlar Hank Williams. Ég man það eins og það gerðist í gær þegar ég fór virkilega að fýla kántrý. Elvar vinur okkar hafði komið í heimsókn eftir Kolaportsferð með Dolly Parton plötuna Heartbreak express, hann rauk inní chill out roomið og spilaði "Single women" fyrir mig og Laufey og fannst geðveikt fyndið hvað textinn passaði vel við okkur, stuttu eftir það þá kom heim á Óðinsgötuna eftir helgarfrí í Grafarholtinu og þá var Eva að spila "Do I ever cross your mind" af sömu plötu og hún var dansandi útum allt hús. Eftir það var Heartbreak express með Dolly spiluð í tætlur á Óðins og ég og Laufey gátum ekki sofnað nema að hlusta á Stardust með Willie Nelson. Margt og mikið hefur gerst síðan þá en alltaf hefur maður kántrý til að gráta í bjórinn sinn yfir.
Arna