Monday, December 22, 2008

Djammið

Þá er maður búin að vera heima í nokkra daga og hafa það rosa gott, alveg eins og jólafrí eiga að vera. Ég fór í matarboð á laugardaginn, rosa góður matur og rosa góður félagsskapur, það sem ég sakna mest frá Íslandi eru fjölskyldan og vinirnir, það sem ég sakna minnst er djammið hérna og allt sem því fylgir. Miðað við hvað maður hefur djammað mikið ætti maður að sakna þess kannski pínu, en ó nei að fara niðrí bæ og fara á þessa bari er eins og að stíga inn í fortíðina og þar ætti þetta bara að vera... Þannig ég býst ekki við að fara á "djammið" aftur, heimahús eru fín en bærinn er bara glataður frá A til Ö, maður missir ekki af neinu, enda breytist ekki neitt. Það tók mig kannski smá tíma að fatta það, en vá ég hef fengið þá tusku í andlitið í hvert skipti sem ég hef komið heim í frí, no more. Annars eru bara meiri rólegheit framundan, ég á enn eftir að hitta nokkra vini og svona, læra smá, borða yfir mig og sofa út...
Þangað til síðar Arna

Friday, December 19, 2008

jólafrí

Jæja þá er maður komin heim í jólafrí, eftir langt og leiðinlegt ferðalag frá Helsinki. Það var ódýrast fyrir mig að fljúga til Osló og þaðan til Keflavíkur, þýddi samt að ég þurfti að eyða 6 klukkutímum í Osló, ég nennti ekki að kíkja á borgina þar sem það var leiðinlegt veður og ég var geðveikt þreytt og að drepast úr kulda plús það að allt er morðdýrt þarna. Þannig ég var bara ráfandi um flugvöllinn að reyna að leggja mig á einhverjum stól eins og hæna á priki, af hverju eru ekki svefnsalir eða bíósalir á flugvöllum? En ég kom loksins til Keflavíkur en villtist þar og var á leiðinni til Bandaríkjanna, ég var í einhverju vegabréfstékki og konan spurði mig alvarlega hvert ég væri að fara og ég sagði bara "heim" og hún hreytti í mig "já HVERT" og ég bara "umm Grafarholtið" ég skildi ekki hvaða svaka yfirheyrsla væri í gangi, hvert annað væri ég að fara nema heim með íslenskt vegabréf á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli? En já svo sagði hún að ég væri á leiðinni til Bandaríkjanna og sagði "farðu inn ganginn þarna" sem ég fann ekki og var ráfandi þarna um leitandi af útganginum, kannski af því ég var ekki búin að sofa síðan á þriðjudagsnóttina. Þannig það eru bara rólegheit framundan, hamborgaratilboð og sjónvarpsgláp...
vona að ég hitti sem flesta, þangað til síðar Arna

Monday, December 15, 2008

Helgin









Jæja helgin byjaði á þessu leiðindarprófi sem ég hef minnst á en síðan um kvöldið hafði Joy sem er tutorinn okkar hérna boðið okkur heim til sín í jólapartý, semsagt hittast, baka piparkökur og drekka glögg. Merkikertin voru noshow eins og ég bjóst við, Nepalinn var að vinna og vinkona mín var farin til Eistlands í jólafrí þannig ég var eina af hópnum okkar sem mætti, það voru samt líka 3 kínveskir strákar þarna ásamt Joy og við skemmtum okkur bara ansi vel, þessar hefðir eru nú ekkert nýjar fyrir mér en Kínverjarnir höfðu aldrei bakað piparkökur eða dansað í kringum jólatré, allavegana eftir þetta alltsaman fórum við niðrí bæ á jólasamkomu sænsku mælandi líffræðinema, þar var náttúrulega blindafyllerí en samt rosa stuð, ég hitti þar Conan O'brien lookalike og ég man ekkert hvað hann var að segja af því það eina sem ég hugsaði var "shitt hann er alveg eins og Conan, ALVEG EINS" En mig hefur lengi langað í partý með Conan þannig þetta var skemmtilegt, ég fór svo með honum og öðrum Svíum á annan klúbb og þar fyrir utan hitti ég íslenskan strák sem ég kannast við og hann hitti okkur svo seinna um kvöldið aftur og við vorum dansandi eins og vitleysingar, svo áttaði ég mig á því að Conan var horfinn... Það skipti engu máli það var svo góð tónlist þarna að ég gat ekki hætt að dansa, allavegana rosa skemmtilegt kvöld. Svo á laugardaginn hélt ég smá jólapartý hérna heima hjá mér, við vorum bara 5 að drekka glögg og fíflast, enduðum með því að fara á píanóbar hérna í nágrenninu. Ég veit ekki af hverju en aðal umræðuefni kvöldsins var silence of the lambs, Hannibal, Clarice og morðinginn sem ég man ekki hvað heitir, út frá því var farið að tala um mannát sem svo snérist um kjötát almennt, enda voru grænmetisætur í meirihluta hérna, bara ég og Douglas vinur minn sem vorum í hinu liðinu. Ég sagði ekki neitt, enda nenni ég ekki svona umræðum í partýum, þegar allir fara á flug í einhverjum rökræðum, um hvað sé rétt og rangt og bla bla bla. Þau komu nú samt með áhugaverða punkta um þetta allt saman, ég samt held að ég hætti aldrei að borða kjöt, ég er ekki svona prinsipp manneskja, ég er of mikill sjálfsdekrari til að geta neitað mér um eitthvað sem mér finnst gott. En þarna fyrir ofan eru nokkrar myndir frá föstudeginum og laugardeginum í bland, ég var að reyna að setja inn video, það virkar ekki, kannski seinna...
Bless í bili, Arna

Friday, December 12, 2008

Pirringur

Djöfulsins, ég var að koma úr prófi, enn eitt prófið sem maður lærir og lærir fyrir svo koma 4 spurningar valdar af handahófi úr helvítis fyrirlestrunum, sem ég NB mæti í en hver í andskotanum getur munað öll smáatriði af mörg hundruð glærum, ekki ég að minnsta kosti. Ég þarf að breyta eitthvað lestrarvenjum mínum. Allavegana þá voru 3 af 20 sem náðu þessu prófi seinast, ég er að taka þetta í fyrsta sinn en sá að það voru stelpur þarna sem voru að taka þetta í annað sinn, þær löbbuðu út korteri eftir að prófið byrjaði, rauðar í framan og ég sá að það hlakkaði í kennaranum. Það er nefnilega þannig hér að þú hefur 2 prófdaga að velja úr og sumir gera sér þann leik að mæta fyrri prófdaginn og tékka á spurningunum og svo koma seinni prófdaginn og taka prófið, en þessir gæjar hafa nú aldeilis ekki látið fólk komast upp með það. Þetta var anatómíupróf og það voru nokkrir kennarar að kenna áfangan. Ég man sérstaklega eftir einum fyrirlestrinum sem var um sjálfvirka taugakerfið og kennarinn lagði of mikla áherslu, að mér fannst, á hvernig sjálfvirka taugakerfið "stjórnar" kynlífi, hann var alltaf að skjóta því að, erection, viagra... bla bla bla, ég hugsaði að þessi gæi væri eitthvað skrítinn, svo sá ég hann stuttu seinna blindfullan á balli, OG svo sá ég hann í dag, hann hefur skemmt sér konunglega að sjá okkur pínast yfir þessum fáránlegu spurningum hans. Djöfull langaði mig að láta hann heyra það þegar ég skilaði prófinu... Spurja hann hvort hann gæti ekki hafa fundið aðeins meiri smáatriði einhverstaðar á milli lína til að spyrja um, hann hefur þokkalega leitað vel og lengi. En já ég ætla að hætta þessu væli og fara í partý, ég tek myndavélina mína með og reyni að smella nokkrum af bekkjarfélögunum...
Þar til síðar, góða helgi
Arna

Tuesday, December 9, 2008

Kvót

Ég fékk sent blað um daginn, ég held að þetta sé einhverskonar háskólablað. Allavegana í þessu blaði voru tvö mjög áhugaverð viðtöl við vísindamenn, þeir eru að segja frá rannsóknum sínum og hvað þeir eru að pæla almennt. Mig langar að koma með tvö kvót úr þessum viðtölum, ég veit ekki afhverju mér finnst þetta svona merkilegt, kannski af því ég er búin að vera að pirra mig á einmitt þessu undanfarið...

"Some of the major problems with modern science are a lack of curiosity, narrow fields of expertise and over-specialisation" Joe Terwilliger
Ég er dáldið hrædd við þetta, að einblína of mikið á eitthvað eitt ákveðið ferli en sjá svo kannski ekki stóru myndina, en á hinn bóginn ef maður vill læra eitthvað vel þá þarf maður að sérhæfa sig, það er ekki séns að vita allt um allt...

Svo er það annað viðtal við mann sem heitir Markus Jokela, hann er að rannsaka tengsl á milli gena og þunglyndis. Hann orðar það vel sem ég hef oft pirrað mig á...

Jokela is perplexed by the reluctance of social scientists to discover how genotype explains human behavior "They see genotype as labelling, so the importance of genes is downplayed or completely ignored. Personally, I don't see why genotype should be any more problematic an issue than environment. People go on and on about how you can't help your genes, but that often applies to environments as well"

Ég þoli ekki þegar fólk heldur því fram að hegðun hafi ekkert með gen að gera.

Jæja ég er aðeins minna pirruð núna, sé ykkur seinna
Arna

Monday, December 8, 2008

Byrjun

Úff spurning að demba sér útí bloggið aftur...
Ég var að tékka á Óðinsgötublogginu og síðasta færslan þar var í ágúst 2007, mikið og margt gerst síðan þá, ég ætlaði nú að halda áfram að blogga þar en mig vantar lykilorðið hjá Lubbu, ég var líka að lesa aðeins í gegnum það blogg, meiri vitleysan, kannski ágætt að byrja uppá nýtt bara. Anyway ég er í Helsinki í 3 skiptið og í þetta sinn er ég hérna til að vera, allavegana í einhver ár býst ég við. Ég er hérna í mastersnámi í taugavísindum, eitthvað sem ég sótti um meira í gríni en í alvöru en svo fyrir einhver óútskýranleg vísindi komst ég inn, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við, því þegar ég fór héðan í apríl 2008 bjóst ég við að ég kæmi jafnvel aldrei aftur, ég fékk mér vinnu heima og fór að leigja íbúð niðrí bæ, en svo er ég hérna enn á ný... Sama gamla sagan, ég er búin að vera komandi og farandi héðan síðan 2006. Við erum 5 sem komumst inn í þetta prógram og fyrir utan mig þá er barnalæknir frá Egyptalandi, 2 sameindalíffræðingar, annar frá Nepal og hinn frá Rússlandi og sálfræðingur frá Eistlandi, 3 strákar og 2 stelpur. Ég næ bestu sambandi við stelpuna frá Eistlandi og strákinn frá Nepal, mér finnst gaurinn frá Egyptalandi óþolandi merkikerti og sama mætti kannski segja um gæjan frá Rússlandi, annars þekki ég þá voða lítið, kannski eru þeir rosa nice en þeir eru ekki mikið að mingla við okkur hin. Ég man á fyrsta fundinum þar sem við vorum öll kynnt og vorum að hitta aðal prófessorinn þá mætti Egyptinn í jakkafötum og stóð upp þegar prófessorinn kom inn, sem prófessornum fannst held ég bara vandræðalegt og óþægilegt, svona kurteisis dót týðkast ekki hérna, anyway hann kemur inn og biður Egyptan vinsamlegast að fá sér sæti, en hann sest ekki niður, heldur stendur hann í svona 5 mín, allir aðrir sitjandi... Hann er hættur að mæta í jakkafötum en það er samt eitthvað við hann sem er svo óþolandi, hann er elstur af okkur eitthvað um 30 ég er næst elst, svo er stelpan frá Eistlandi 24 og hinir strákarnir eru 22 ára. Rússinn er víst eitthvað brainiac sem var víst farin að kenna sameindalíffræði í háskóla 22 ára, en hann er með teina sem lætur mig líta á hann sem ungling. Nei ég segi svona, mig langar samt að kynnast þessum krökkum betur, kannski eru allir að hugsa það sama? Ég held samt að finnsku prófessorarnir sjá í gegnum svona rassasleikjur eins og Egyptan, díses kræst mar hann er svakalegur, ég veit ekki hvað vakir fyrir honum, kannski er hann með þennan týpíska læknahroka, hver veit? Ég man að ég spurði hann hvort hann væri glaður með að vera hérna og hann svaraði "ohh you know, I've been waiting for this all my life" ok rólegur á því, sorry mér finnst þetta bara eitthvað svo fyndið... En já nóg um þetta, ég er loksins komin niðrí bæ, flutti um helgina í gamalt hús og deili því með 3 finnskum stelpum sem virðast vera rosa næs, Oskari vinur minn sem hjálpaði mér að flytja sagði að þær væru pottþétt hippar af því það er svo heitt inní íbúðinni, skildi ekki alveg tenginguna en hippar vilja víst vera í hita... þær eru samt sem betur fer ekki svona dredda gellur en ég er búin að koma auga á sojakjöt og þurrkaða sveppi í krukkum ásamt allskonar seyðum inní ískáp og reykelsum og þvíumlíkt, fann svo geisladisk inní eldhúsi sem heitir "mystic india" ég hef ekki mikið hitt á þær þar sem þær voru allar í burtu yfir helgina þannig ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig týpur þær eru. En mér kemur sem betur fer vel saman við flest fólk, svo lengi sem þeim er sama um að ég borði kjöt þá ætti þetta að ganga vel. Annars er Helsinki jafn indæl og alltaf, allir velkomnir í heimsókn! En já þetta er nóg í bili, bið að heilsa ykkur
Arna