Tuesday, December 9, 2008

Kvót

Ég fékk sent blað um daginn, ég held að þetta sé einhverskonar háskólablað. Allavegana í þessu blaði voru tvö mjög áhugaverð viðtöl við vísindamenn, þeir eru að segja frá rannsóknum sínum og hvað þeir eru að pæla almennt. Mig langar að koma með tvö kvót úr þessum viðtölum, ég veit ekki afhverju mér finnst þetta svona merkilegt, kannski af því ég er búin að vera að pirra mig á einmitt þessu undanfarið...

"Some of the major problems with modern science are a lack of curiosity, narrow fields of expertise and over-specialisation" Joe Terwilliger
Ég er dáldið hrædd við þetta, að einblína of mikið á eitthvað eitt ákveðið ferli en sjá svo kannski ekki stóru myndina, en á hinn bóginn ef maður vill læra eitthvað vel þá þarf maður að sérhæfa sig, það er ekki séns að vita allt um allt...

Svo er það annað viðtal við mann sem heitir Markus Jokela, hann er að rannsaka tengsl á milli gena og þunglyndis. Hann orðar það vel sem ég hef oft pirrað mig á...

Jokela is perplexed by the reluctance of social scientists to discover how genotype explains human behavior "They see genotype as labelling, so the importance of genes is downplayed or completely ignored. Personally, I don't see why genotype should be any more problematic an issue than environment. People go on and on about how you can't help your genes, but that often applies to environments as well"

Ég þoli ekki þegar fólk heldur því fram að hegðun hafi ekkert með gen að gera.

Jæja ég er aðeins minna pirruð núna, sé ykkur seinna
Arna

No comments: