Friday, December 19, 2008

jólafrí

Jæja þá er maður komin heim í jólafrí, eftir langt og leiðinlegt ferðalag frá Helsinki. Það var ódýrast fyrir mig að fljúga til Osló og þaðan til Keflavíkur, þýddi samt að ég þurfti að eyða 6 klukkutímum í Osló, ég nennti ekki að kíkja á borgina þar sem það var leiðinlegt veður og ég var geðveikt þreytt og að drepast úr kulda plús það að allt er morðdýrt þarna. Þannig ég var bara ráfandi um flugvöllinn að reyna að leggja mig á einhverjum stól eins og hæna á priki, af hverju eru ekki svefnsalir eða bíósalir á flugvöllum? En ég kom loksins til Keflavíkur en villtist þar og var á leiðinni til Bandaríkjanna, ég var í einhverju vegabréfstékki og konan spurði mig alvarlega hvert ég væri að fara og ég sagði bara "heim" og hún hreytti í mig "já HVERT" og ég bara "umm Grafarholtið" ég skildi ekki hvaða svaka yfirheyrsla væri í gangi, hvert annað væri ég að fara nema heim með íslenskt vegabréf á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli? En já svo sagði hún að ég væri á leiðinni til Bandaríkjanna og sagði "farðu inn ganginn þarna" sem ég fann ekki og var ráfandi þarna um leitandi af útganginum, kannski af því ég var ekki búin að sofa síðan á þriðjudagsnóttina. Þannig það eru bara rólegheit framundan, hamborgaratilboð og sjónvarpsgláp...
vona að ég hitti sem flesta, þangað til síðar Arna

No comments: