Monday, December 8, 2008

Byrjun

Úff spurning að demba sér útí bloggið aftur...
Ég var að tékka á Óðinsgötublogginu og síðasta færslan þar var í ágúst 2007, mikið og margt gerst síðan þá, ég ætlaði nú að halda áfram að blogga þar en mig vantar lykilorðið hjá Lubbu, ég var líka að lesa aðeins í gegnum það blogg, meiri vitleysan, kannski ágætt að byrja uppá nýtt bara. Anyway ég er í Helsinki í 3 skiptið og í þetta sinn er ég hérna til að vera, allavegana í einhver ár býst ég við. Ég er hérna í mastersnámi í taugavísindum, eitthvað sem ég sótti um meira í gríni en í alvöru en svo fyrir einhver óútskýranleg vísindi komst ég inn, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við, því þegar ég fór héðan í apríl 2008 bjóst ég við að ég kæmi jafnvel aldrei aftur, ég fékk mér vinnu heima og fór að leigja íbúð niðrí bæ, en svo er ég hérna enn á ný... Sama gamla sagan, ég er búin að vera komandi og farandi héðan síðan 2006. Við erum 5 sem komumst inn í þetta prógram og fyrir utan mig þá er barnalæknir frá Egyptalandi, 2 sameindalíffræðingar, annar frá Nepal og hinn frá Rússlandi og sálfræðingur frá Eistlandi, 3 strákar og 2 stelpur. Ég næ bestu sambandi við stelpuna frá Eistlandi og strákinn frá Nepal, mér finnst gaurinn frá Egyptalandi óþolandi merkikerti og sama mætti kannski segja um gæjan frá Rússlandi, annars þekki ég þá voða lítið, kannski eru þeir rosa nice en þeir eru ekki mikið að mingla við okkur hin. Ég man á fyrsta fundinum þar sem við vorum öll kynnt og vorum að hitta aðal prófessorinn þá mætti Egyptinn í jakkafötum og stóð upp þegar prófessorinn kom inn, sem prófessornum fannst held ég bara vandræðalegt og óþægilegt, svona kurteisis dót týðkast ekki hérna, anyway hann kemur inn og biður Egyptan vinsamlegast að fá sér sæti, en hann sest ekki niður, heldur stendur hann í svona 5 mín, allir aðrir sitjandi... Hann er hættur að mæta í jakkafötum en það er samt eitthvað við hann sem er svo óþolandi, hann er elstur af okkur eitthvað um 30 ég er næst elst, svo er stelpan frá Eistlandi 24 og hinir strákarnir eru 22 ára. Rússinn er víst eitthvað brainiac sem var víst farin að kenna sameindalíffræði í háskóla 22 ára, en hann er með teina sem lætur mig líta á hann sem ungling. Nei ég segi svona, mig langar samt að kynnast þessum krökkum betur, kannski eru allir að hugsa það sama? Ég held samt að finnsku prófessorarnir sjá í gegnum svona rassasleikjur eins og Egyptan, díses kræst mar hann er svakalegur, ég veit ekki hvað vakir fyrir honum, kannski er hann með þennan týpíska læknahroka, hver veit? Ég man að ég spurði hann hvort hann væri glaður með að vera hérna og hann svaraði "ohh you know, I've been waiting for this all my life" ok rólegur á því, sorry mér finnst þetta bara eitthvað svo fyndið... En já nóg um þetta, ég er loksins komin niðrí bæ, flutti um helgina í gamalt hús og deili því með 3 finnskum stelpum sem virðast vera rosa næs, Oskari vinur minn sem hjálpaði mér að flytja sagði að þær væru pottþétt hippar af því það er svo heitt inní íbúðinni, skildi ekki alveg tenginguna en hippar vilja víst vera í hita... þær eru samt sem betur fer ekki svona dredda gellur en ég er búin að koma auga á sojakjöt og þurrkaða sveppi í krukkum ásamt allskonar seyðum inní ískáp og reykelsum og þvíumlíkt, fann svo geisladisk inní eldhúsi sem heitir "mystic india" ég hef ekki mikið hitt á þær þar sem þær voru allar í burtu yfir helgina þannig ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig týpur þær eru. En mér kemur sem betur fer vel saman við flest fólk, svo lengi sem þeim er sama um að ég borði kjöt þá ætti þetta að ganga vel. Annars er Helsinki jafn indæl og alltaf, allir velkomnir í heimsókn! En já þetta er nóg í bili, bið að heilsa ykkur
Arna

4 comments:

Sigrún í Sviss said...

vei ég elska blogg frá ykkur útlanda fólki sem eru ekki á leiðinni heim í bráð, hahaha egyptinn er úper lúði, eg fæ hroll með jakkafötin, oj haha
ssk

Jonina de la Rosa said...

vá LOKSINS, þú hefðir átt að byrja að blogga fyrir löngu !!!

Ég er samt pínu skotin í egyptanum hann er svo kurteis eitthvað.. er þaggi bara?

Bobby Breidholt said...

Wáú Bloggað'einsog vindurinn Arna!

Laufey said...

jeyj gaman að þú sért komin með blogg.maðru getur svona lifað í gegnum þig! ég er strax farin að bíða eftir meiri sögum af egyptanum