Monday, December 15, 2008

Helgin









Jæja helgin byjaði á þessu leiðindarprófi sem ég hef minnst á en síðan um kvöldið hafði Joy sem er tutorinn okkar hérna boðið okkur heim til sín í jólapartý, semsagt hittast, baka piparkökur og drekka glögg. Merkikertin voru noshow eins og ég bjóst við, Nepalinn var að vinna og vinkona mín var farin til Eistlands í jólafrí þannig ég var eina af hópnum okkar sem mætti, það voru samt líka 3 kínveskir strákar þarna ásamt Joy og við skemmtum okkur bara ansi vel, þessar hefðir eru nú ekkert nýjar fyrir mér en Kínverjarnir höfðu aldrei bakað piparkökur eða dansað í kringum jólatré, allavegana eftir þetta alltsaman fórum við niðrí bæ á jólasamkomu sænsku mælandi líffræðinema, þar var náttúrulega blindafyllerí en samt rosa stuð, ég hitti þar Conan O'brien lookalike og ég man ekkert hvað hann var að segja af því það eina sem ég hugsaði var "shitt hann er alveg eins og Conan, ALVEG EINS" En mig hefur lengi langað í partý með Conan þannig þetta var skemmtilegt, ég fór svo með honum og öðrum Svíum á annan klúbb og þar fyrir utan hitti ég íslenskan strák sem ég kannast við og hann hitti okkur svo seinna um kvöldið aftur og við vorum dansandi eins og vitleysingar, svo áttaði ég mig á því að Conan var horfinn... Það skipti engu máli það var svo góð tónlist þarna að ég gat ekki hætt að dansa, allavegana rosa skemmtilegt kvöld. Svo á laugardaginn hélt ég smá jólapartý hérna heima hjá mér, við vorum bara 5 að drekka glögg og fíflast, enduðum með því að fara á píanóbar hérna í nágrenninu. Ég veit ekki af hverju en aðal umræðuefni kvöldsins var silence of the lambs, Hannibal, Clarice og morðinginn sem ég man ekki hvað heitir, út frá því var farið að tala um mannát sem svo snérist um kjötát almennt, enda voru grænmetisætur í meirihluta hérna, bara ég og Douglas vinur minn sem vorum í hinu liðinu. Ég sagði ekki neitt, enda nenni ég ekki svona umræðum í partýum, þegar allir fara á flug í einhverjum rökræðum, um hvað sé rétt og rangt og bla bla bla. Þau komu nú samt með áhugaverða punkta um þetta allt saman, ég samt held að ég hætti aldrei að borða kjöt, ég er ekki svona prinsipp manneskja, ég er of mikill sjálfsdekrari til að geta neitað mér um eitthvað sem mér finnst gott. En þarna fyrir ofan eru nokkrar myndir frá föstudeginum og laugardeginum í bland, ég var að reyna að setja inn video, það virkar ekki, kannski seinna...
Bless í bili, Arna

1 comment:

Jonina de la Rosa said...

elska bloggið þitt þú ert hér með krýnd blogg drottningin í þessum vinahóp !!!!