Tuesday, January 13, 2009

Minningar

Þá er ég komin aftur til Helsinki, einhverra hluta vegna þá er ég miklu rólegri hérna heldur en heima. Það var samt frábært að koma heim í frí og hitta alla frábæru vini mína og fjölskyldu, en daglegt líf hérna úti á betur við mig, allavegana eins og er. Fyndið ég fór og hitti vin minn áðan og hann sagði mér að hann hafi keypt sér Hank Williams plötu um daginn og hann þyrfti endilega að fara að kaupa sér fleiri plötur með honum. Ég man þegar ég kynntist þessum strák þá fýlaði hann ekki kántrý, en hefur frelsast til þess svo um munar uppá síðkastið. Ég man að ég var að spila fyrir hann Willie og Waylon og eitthvað og hann meikaði ekki neitt, en ég held að maður sé virkilega farin að fýla kántrý þegar maður fýlar Hank Williams. Ég man það eins og það gerðist í gær þegar ég fór virkilega að fýla kántrý. Elvar vinur okkar hafði komið í heimsókn eftir Kolaportsferð með Dolly Parton plötuna Heartbreak express, hann rauk inní chill out roomið og spilaði "Single women" fyrir mig og Laufey og fannst geðveikt fyndið hvað textinn passaði vel við okkur, stuttu eftir það þá kom heim á Óðinsgötuna eftir helgarfrí í Grafarholtinu og þá var Eva að spila "Do I ever cross your mind" af sömu plötu og hún var dansandi útum allt hús. Eftir það var Heartbreak express með Dolly spiluð í tætlur á Óðins og ég og Laufey gátum ekki sofnað nema að hlusta á Stardust með Willie Nelson. Margt og mikið hefur gerst síðan þá en alltaf hefur maður kántrý til að gráta í bjórinn sinn yfir.
Arna

3 comments:

Anonymous said...

Sakna þín mikið. Hef þó tónlistina þína sem þú hefur skrifað handa mér til að hlusta á.
mamma

Jonina de la Rosa said...

Ég man líka þegar ég heyrði Fleetwood Mac í fyrsta skipti, þá bjó ég á Rauðalæk. Mér fannst sem ég hafði fundið risa gullstöng. Ég gat einmitt ekki farið að sofa nema hlusta á songbird, svona svipuð tilfining kannski.

Bobby Breidholt said...

Ég man þegar ég heyrði Enrique Iglesias í fyrsta sinn. ÓÓÓÓ það var sko ljúft freyðibað.