Friday, November 13, 2009

Uppdeit

Vá hvað ég er löt í þessu bloggi. Anywho smá uppdeit, ég er flutt úr miðbænum í Fellahverfið eða svo gott sem, ég bý í stúdenta íbúð á stað sem heitir Rastila og er í austur Helsinki, dálíðið gettó. Ég man þegar ég kom hingað fyrst, ég hafði leigt flutningabíl fyrir dótið mitt frá herbalife sölumanni frá Kongó, ég borgði bara fyrir flutningin en ekki fyrir að hjálpa mér að bera dótið mitt. Fíflið sem ætlaði að flytja inn á eftir mér sagði mér að íbúðin yrði að vera tóm á fimmtudagsmorgni, sama morguninn og ég fékk nýju íbúðina afhenta, þannig ég pantaði bílinn þá og allir vinir mínir að vinna eða í skóla og ég týmdi ekki að borga manninum 25 evrur extra til að hjálpa mér niður með rúmið mitt, þannig ég bar rúmið mitt niður 5 hæðir niður í “flutningabílin” sem hékk varla saman. Restina af draslinu ferjaði ég svo í strætó í hlunknum mínum. Djöfull þarf ég að fara að taka þetta blessaða bílpróf aftur. En jæja ég kom á nýja staðin, stigagangurinn lyktaði af ælu og íbúðin var öll í drasli ég fór inn í herbergið mitt og lokaði hurðinni og hugsaði hvað í andskotanum er ég að gera hérna. En sem betur fer dofnaði sú tilfinning fljótt og núna er ég nokkuð sátt með nýja staðin. Ég bý með tveimur stelpum og það er alveg magnað hvað ég er alltaf heppin með samleigjendur 7,9,13. Þær eru frábærar, önnur er frá Hvíta Rússlandi og hin frá Rússlandi en þær hafa báðar búið í Helsinki frá 6 ára aldri. Ég hef heyrt ýmsar sögur frá þeim, bæði frá því þær voru litlar og sögur af foreldrum þeirra og ömmum og öfum, hvurslags hryllingur var í gangi og er enn í gangi í þessum löndum. Ekki skrítið að Rússar séu skrítnir. Ég þarf að skrifa þetta niður og segja fólki. Rússinn í bekknum mínum sem hvarf og kom aftur er horfin á nýjan leik, hann sendi aldrei neitt bréf. Egyptanum tókst að móðga bekkjarsystur mína svo illilega að hún mun aldrei fyrirgefa honum. Málið er það að bekkjarsystir mín á erfitt með fínhreyfingar og gang sökum cerebral palsy, hrjáir hana ekki mikið og maður tekur nánast ekki eftir því eftir að hafa umgengist hana. En cerebral palsy getur verið fylgikvilli súrefnisskorts í fæðingu. Egyptinn er einmitt að rannsaka áhrif súrefnisskorts í fæðingu á heilan, til þess meðal annars að koma í veg fyrir “þann hrylling” sem er cerebral palsy. Hann var með fyrirlestur þar sem hann var að segja okkur frá rannsóknum sínum og talaði mikið um cerebral palsy og hversu hryllilegt það er og bla bla bla, án þess að gera sér grein fyrir að bekkjarsystir hans sem sat á fremsta bekk væri með sama sjúkdóm og ekki er hún fjölfötluð og þroskaheft eins og hann vildi láta. Allavegna þetta var mjög vandræðalegt og henni leið mjög illa og eftir á spurði hann hana af hverju hún hefði verið að gefa honum auga og eitthvað í fyrirlestrinum og hún sagði honum að hann hefði basically verið að segja að hún væri “worst case scenario” og það þyrfti að koma í veg fyrir hrylling eins og hana. Hann kom af fjöllum og þóttist ekki vita að neitt væri að henni, NB maðurinn er barnalæknir, þannig það er mjög skrítið að hann taki ekki eftir því að hún sé með cerebral palsy, maður sér það strax, en hættir svo að taka eftir því. Þarna fór kurteisin alveg með Egyptan. Svo er ég búin að fatta að Finninn sem fór svo í taugarnar á mér er nákvæmlega eins og David Brent. Hann er núna trúlofaður vaxtaræktarkonu sem hann kynntist á netinu, þegar ég fór í sumarfrí hafði hann kynnst rússneskri konu á netinu, en hún fékk ekki vegabréfsáritun þannig hann fann sér bara nýja… Hann er einn sá skrítnasti sem ég hef kynnst en lætur eins og hann sé mest normal maður ever. En já margt annað sem ég gæti blaðrað um, en læt þetta nægja í bili.

P.S Ef ykkur langar að skyggnast inn í hversdagsleikan hjá Finnum þá mæli ég með að þið tékkið á þessari síðu: http://www.thelivingroomofthenation.com/ Farið í movie gallery…

Bless í bili Arna

1 comment:

Hanna panna said...

guð minn góður hvað fólkið í bekk með þér er interressant...það eru allir meðaljónarnormalisar hjá mér..boooring millistétta amerískar hvítar/asískar stúlkur. shitt
Rússar eru annars mega skrýtnir..ég bý í littla Rússlandi sem er neðri brooklyn og já...asíubúar og rússar eru wird