
Ég elska þennan stað sem ég bý á. Ég er strax farin að kvíða því að þurfa að flytja út í júní. Fyndið hvernig hlutirnir gerast, ég var búin að vera að leita af íbúð í 3 mánuði, búin að skoða margar og ég man að íbúðin sem ég skoðaði áður en ég skoðaði þessa var eins herbergja íbúð sem indverskur strákur var að leigja af einhverjum læknanema. Ég sá auglýsingu og hringdi, mér brá þegar karlmaður svaraði í síman enda hélt ég að nafnið í auglýsingunni væri kvenmannsnafn, en allavegana ég vildi ekki vera dónleg og bakka með allt saman þannig ég endaði á því að fara og skoða íbúðina eða herbergið réttara sagt. Rosa næs strákur og allt það en no way að ég ætli að fara að búa í stofunni hjá einhverjum gaur sem ég þekki ekki neitt, ég var strax farin að ímynda mér allskyns vesen og vandræði. EN allavegana þegar ég kom hingað og hitti stelpurnar sem ég leigi með þá vissi ég að ég myndi flytja hingað, fyndið þegar maður finnur svona á sér, ég skoðaði aðra íbúð deginum á eftir og eins og ég vissi að ég myndi fá þessa þá vissi ég líka að ég myndi ekki fá þá íbúð. Og það stóðst. Ég gæti ekki verið heppnari, þarf ekki að fara útúr íbúðinni til að þvo þvott eða fara í sauna, og það er stór plús. Annars er skólinn byrjaður og ég hitti bekkinn minn um daginn, það var einhver myndataka, og ég sé eftir því núna að hafa talað illa um tvo af strákunum, þeir eru allavegana allir að koma til og eru farnir að spjalla, kannski hafa þeir bara verið stressaðir eða eitthvað. Ég ætla að reyna að hafa partý fljótlega, reyna að kynnast þeim betur. Annars eru 3 próf framundan og þá getur maður loksins sagt bless við 2008... Held að það sé ágætt bara.
P.S ég er með svefnsófa, þannig ef einhverjum vantar gistingu í Helsinki þá er það velkomið
Sjáumst Arna